Útlit fyrir frekari lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu

Frá Kauphöllinni í New York
Frá Kauphöllinni í New York mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Verð á olíu og hluta­bréfum hef­ur lækkað þessa viku vegna ótta við að tap á áhætt­us­ö­mum húsnæðislánum í Bandarík­j­unum muni draga úr ha­gvexti og efti­rs­p­urn eftir olíu. Sa­mkvæ­mt könnun Bloom­berg frétt­aveitunnar er olíu­verð í New York lí­klegt til að ha­lda áfram að lækka í næstu viku.

Í Mor­g­unkorni Gl­itnis kem­ur fram að ótti við að mikil lækkun á hluta­bréfa­mör­kuðum í Asíu kunni að hægja á ha­gvexti í heim­inum og draga þar með úr eftir sp­urn eftir or­ku­gjöfum olli verðlækkun á hráolíu í gær eftir lít­ils­háttar hækkun í fy­rradag.

Þannig féll verð á Br­ent hráolíu í Lon­d­on til af­hend­ing­ar í okt­óber um 0,5% í 69,39 Bandaríkj­adali. Verðið kann þó að hækka í dag ef felli­by­lu­rinn Dean færist inn yfir Mex­ík­óflóa og ógnar olí­u­bor­pöllum og -hreinsun­arstöðvum þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka