Verðhrun á japönskum hlutabréfamarkaði

Heitt er í veðri í Japan og örugglega mörgum heitt …
Heitt er í veðri í Japan og örugglega mörgum heitt í hamsi vegna verðlækkunar á hlutabréfamörkuðum AP

Mikið verðhrun varð á japönskum hlutabréfamarkaði í dag er Nikkei hlutabréfavísitalan lækkaði um 5,42%. Hefur vísitalan ekki lækkað jafn mikið á einum degi frá því í apríl árið 2000. Lokagildi vísitölunnar er 15.273,68 stig og hefur hún ekki verið lægri í rúmt ár.

Líkt og á öðrum mörkuðum þá er það bandarískur fasteignalánamarkaður sem veldur japönskum fjárfestum áhyggjum en staða japanska jensins er líka ofarlega í huga fjárfesta. Jenið hefur hækkað undnafarið gagnvart Bandaríkjadal og hefur það slæm áhrif á afkomu útflutningsfyrirtækjanna. Seðlabanki Japans setti 10,5 milljarða Bandaríkjadala lánsfé inn á fjármálamarkaðinn í dag en það hafði lítil sem engin áhrif á markaðinn.

Almennt lækkuðu hlutabréf í verði á mörkuðum í Asíu í dag enda er mikill skjálfti þar vegna orðróms um að frekari slæmar fregnir eigi eftir að berast um bandarískan lánamarkað í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK