Davíð Oddsson Seðlabankastjóri segir að þær aðgerðir sem seðlabankar í Bandaríkjunum og víðar hafa gripið til undanfarið vegna erfiðleikanna á fjármálamörkuðum séu fyrst og fremst táknræn aðgerð, en ekki af þeirri stærðargráðu að þær myndu breyta neinu ef erfiðleikarnir væru markaðnum ofviða.
Góð viðbrögð markaðarins við aðgerðum bankanna sýni aftur á móti að markaðurinn hafi verið farinn að þrá góðar fréttir, og hafi túlkað lækkun bandaríska seðlabankans á daglánavöxtum þannig, að bankinni muni lækka markaðsvexti í næsta mánuði eða síðar á árinu.
Davíð kveðst aftur á móti telja að markaðurinn sé farinn að átta sig á því að aðgerðir seðlabankanna leysi ekki vandann sem við er að etja.