Seðlabanki Japans setti 8,8 milljarða Bandaríkjadala inná fjármálamarkað landsins í dag til þess að reyna að koma í veg fyrir hækkun vaxta en áfram ríkir ótti á alþjóðlegum fjármálamarkaði vegna erfiðleika á bandarískum íbúðalánamarkaði.
Ákvörðun Seðlabanka Japans kom í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Bandaríkjanna á föstudag að lækka vexti til lánastofnana.
Helstu seðlabankar heims, svo sem Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Bandaríkjanna, hafa veitt milljörðum dala inn á fjármálamarkaði á undanförnum vikum til þess koma í veg fyrir lánsfjárþurrð lánastofnana.