Hagnaður Byggðastofnunar nam rúmum fjórum milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn rúmum 194 milljónum króna. Eigið fé Byggðastofnunar nam 1.055.910 þús. kr. eða 9,26% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Eiginfjárhlutfall stofnunarinnar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 9,03%.
Í tilkynningu til Kauphallar OMX á Íslandi kemur fram að hreinar vaxtatekjur námu 86.136 þús. kr. miðað við neikvæðar vaxtatekjur upp á 49.281 þús. kr. á sama tímabili 2006. Rekstrartekjur námu 166.375 þús. kr. og rekstrargjöld að meðtölum framlögum í afskriftarreikning útlána og niðurfærsla hlutafjár nam 162.357 þús. kr. Framlög í afskriftarreikning útlána og niðurfært hlutafé voru neikvæðar um 30.148 þús. kr.
Varanlegir rekstrarfjármunir Byggðastofnunar voru 5,36% af eigin fé.
Eignir Byggðastofnunar í lok júní 2007 námu 11.395.734 þús. kr., þar af námu útlán 8.938.508 þús. kr. og hafa lækkað um 537.600 þús. kr. frá lok árs 2006. Skuldir Byggðastofnunar námu 10.339.824 þús. kr. og hafa hækkað um 813.282 þús. kr. frá lok árs 2006. Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings voru um áramótin 403.489 þús. kr.
Tilkynning Byggðastofnunar til kauphallar