SPRON verður hlutafélag

mbl.is/ÞÖK

Samþykkt var á fundi stofn­fjár­eig­enda í Spari­sjóði Reykja­vík­ur og ná­grenn­is, SPRON, að breyta spari­sjóðnum í hluta­fé­lag. 508 mættu fyr­ir hönd stofn­fjár­eig­enda, og fóru sam­tals með tæp­lega 70% at­kvæðis­rétt­ar. All­ir sem mætt­ir voru greiddu at­kvæði með breyt­ing­unni, en hún er þó háð samþykki fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Rætt hef­ur verið um að skrá fé­lagið í kaup­höll­inni, en það ger­ist að öll­um lík­ind­um í haust.

SPRON er al­hliða fjár­mála­fyr­ir­tæki sem veit­ir viðskipta- og fjár­fest­ing­ar­bankaþjón­ustu, og á meðal ann­ars dótt­ur­fé­lög­in SPRON Verðbréf, SPRON Factor­ing, Net­bank­ann, Frjálsa Fjár­fest­ing­ar­bank­ann og Curron. Um 250 manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK