SPRON verður hlutafélag

mbl.is/ÞÖK

Samþykkt var á fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. 508 mættu fyrir hönd stofnfjáreigenda, og fóru samtals með tæplega 70% atkvæðisréttar. Allir sem mættir voru greiddu atkvæði með breytingunni, en hún er þó háð samþykki fjármálaeftirlitsins. Rætt hefur verið um að skrá félagið í kauphöllinni, en það gerist að öllum líkindum í haust.

SPRON er alhliða fjármálafyrirtæki sem veitir viðskipta- og fjárfestingarbankaþjónustu, og á meðal annars dótturfélögin SPRON Verðbréf, SPRON Factoring, Netbankann, Frjálsa Fjárfestingarbankann og Curron. Um 250 manns starfa hjá fyrirtækinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK