Landsbankinn skráður fyrir hlutnum í Straumi

Þegar nýr hluthafalisti í Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka er borinn saman við lista frá 21. ágúst sl. kemur berlega í ljós að Landsbankinn í Lúxemborg er skráður fyrir þeim 5,31% hlut í bankanum sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Hinn 21. ágúst var hlutur Landsbankans í Lúxemborg í Straumi-Burðarási 19,11% en samkvæmt lista frá því í fyrradag er hluturinn orðinn 24,42%. Mismunurinn er einmitt 5,31.

Hlutur Landsbankans í Lúxemborg er til kominn vegna safnreiknings og því ber honum ekki skylda til þess að flagga kaupunum, þótt eignarhluturinn hafi farið yfir flöggunarmörk, í þessu tilviki 20%. Fari hlutur einstakra hluthafa, sem eiga aðild að safnreikningnum, yfir flöggunarmörk ber þeim hluthafa hins vegar að flagga hlutnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK