Landsbankinn skráður fyrir hlutnum í Straumi

Þegar nýr hlut­hafalisti í Straumi-Burðarási fjár­fest­ing­ar­banka er bor­inn sam­an við lista frá 21. ág­úst sl. kem­ur ber­lega í ljós að Lands­bank­inn í Lúx­em­borg er skráður fyr­ir þeim 5,31% hlut í bank­an­um sem mikið hef­ur verið fjallað um að und­an­förnu. Hinn 21. ág­úst var hlut­ur Lands­bank­ans í Lúx­em­borg í Straumi-Burðarási 19,11% en sam­kvæmt lista frá því í fyrra­dag er hlut­ur­inn orðinn 24,42%. Mis­mun­ur­inn er ein­mitt 5,31.

Hlut­ur Lands­bank­ans í Lúx­em­borg er til kom­inn vegna safn­reikn­ings og því ber hon­um ekki skylda til þess að flagga kaup­un­um, þótt eign­ar­hlut­ur­inn hafi farið yfir flögg­un­ar­mörk, í þessu til­viki 20%. Fari hlut­ur ein­stakra hlut­hafa, sem eiga aðild að safn­reikn­ingn­um, yfir flögg­un­ar­mörk ber þeim hlut­hafa hins veg­ar að flagga hlutn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK