Tölur um yfirdráttarlán leiðréttar

Tölur, sem Seðlabankinn birti í síðustu viku um yfirdráttarlán, hafa verið endurskoðaðar og er niðurstaðan sú að yfirdráttarlán heimila jukust minna en upphaflegar tölur gáfu til kynna. Reyndust yfirdráttarlán heimila í lok júlí vera 71,2 milljarðar króna í stað 75,6 milljarða eins og fyrri tölur gáfu til kynna, og því svipuð og þau voru í upphafi árs.

Fram kemur í ½5 fréttum Kaupþings, að talsverðar sveiflur séu á yfirdráttarlánum heimila milli mánaða. Fram eftir ári dró jafnt og þétt úr slíkum lánum og náðu þau náðu lágmarki í júní á þessu ári þegar yfirdráttarlán heimila reyndust vera 64,7 milljarðar. Höfðu yfirdráttarlán þá ekki mælst lægri í tvö ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK