8,2 milljarða króna hagnaður af rekstri Orkuveitunnar

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur skilaði 8198 milljón króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 4769 milljón króna tap á sama tímbili árið áður. Rekstrartekjur fyrstu sex mánuði ársins námu 10.450 milljónum króna en voru 8524 milljónir króna á sama tímabili árið áður.

Í tilkynningu frá OR segir, að horfur séu góðar um reksturinn, umsvif fari vaxandi og fjárfestingar séu miklar. Stærsta einstaka verkefnið sé bygging nýrrar virkjunar á Hellisheiði sem muni stórauka eigin orkuvinnslugetu fyrirtækisins, og hafi 1. áfangi hennar þegar verið tekinn í notkun.

Tilkynning OR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK