Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs margfaldast milli ára

Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs nam 811 milljónum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins samanborið við 96 milljónir fyrri hluta árs 2006. Er aukningin 745,7% milli tímabila. Er þetta langbesta afkoma í sögu sjóðsins og er hagnaður langt umfram áætlanir.

Arðsemi eiginfjár var 121,5% á ársgrundvelli. Vaxtatekjur fyrri hluta árs 2007 voru 1148 milljónir og drógust saman um 3,8% frá sama tímabili fyrra árs. Vaxtagjöld jukust um 4,8% og eru alls 1.035 millj.kr. Hreinar vaxtatekjur sparisjóðsins voru 113 milljónir en voru 206 milljónir á sama tíma árið 2006. Vaxtamunur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af meðalstöðu heildarfjármagns, er nú 1% en var 2,2% á sama tímabili árið 2006.

Aðrar rekstrartekjur á fyrri hluta ársins 2007 voru 1202 milljónir samanborið við 132 milljónir á sama tíma í fyrra. Hreinar rekstrartekjur voru 1363 milljónir samanborið við 389 milljónir á sama tímabili 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK