Keops komið í íslenska eigu

Höfuðstöðvar Keops í Kaupmannahöfn.
Höfuðstöðvar Keops í Kaupmannahöfn.

Stoðir hafa tryggð sér 96,7% hlutabréfa í danska fasteignafélaginu Keops en hluthafar höfðu frest til síðastliðins föstudags til að taka yfirtökutilboði Stoða. Hluthafar gátu valið um að fá greitt fyrir hlutina með reiðufé eða með hlutabréfi í Stoðum og völdu 350 hluthafar, eða 69,8% þann kost.

Fram kemur í tilkynningu frá stoðum til kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, að Keops verði nú skráð af markaði og Stoðir muni nýta sér lögbundinn rétt til að kaupa þau hlutabréf sem eftir eru.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK