Viðskiptahallinn tvöfaldaðist milli ársfjórðunga

Viðskiptahallinn var 51 milljarður króna á öðrum ársfjórðungi.
Viðskiptahallinn var 51 milljarður króna á öðrum ársfjórðungi.

Viðskiptahallinn var 51 milljarður króna á öðrum fjórðungi ársins samanborið við 29 milljarða á fyrsta ársfjórðungi. Svarar þetta til 17% af vergri landsframleiðslu. Að sögn Seðlabankans skýrist aukningin af meiri halla á vöruskiptajöfnuði sem var 31 milljarður samanborið við 8 milljarða á fyrsta ársfjórðungi.

Hins vegar voru þjónustujöfnuður og jöfnuður þáttatekna nánast óbreyttir frá fyrsta ársfjórðungi. Helmingur þáttatekna er endurfjárfestur hagnaður Íslendinga í erlendum fyrirtækjum en á gjaldahlið vega þyngst vaxtagjöld af erlendum lántökum.

Hreint fjárinnstreymi nam 158,4 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi sem er mikill viðsnúningur frá fyrsta fjórðungi ársins, en þá var 22 milljarða fjárútstreymi. Seðlabankinn segir, að tvær meginskýringar séu á þessari þróun, annars vegar hafi bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi verið um 100 milljörðum meiri og hins vegar voru erlendar lántökur 110 milljörðum hærri á öðrum fjórðungi en þeim fyrsta.

Skekkjuliður í ársfjórðungsuppgjörinu er stór, en um er að ræða bráðabirgðatölur. Seðlabankinn segir vonir standa til að skekkjuliðurinn minnki þegar áreiðanlegri tölur berast, eins og reyndin varð með fyrsta ársfjórðung. Með nýrri og betri tölum hafi skekkjuliðurinn á þeim fjórðungi minnkað til muna frá því sem birt var í júní sl.

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 1472 milljarða í lok annars ársfjórðungs og hafði versnað um 133 milljarða á fjórðungnum. Erlendar skammtímaskuldir hækkuðu um 371 milljarða á fjórðungnum, einkum vegna hækkunar á innstæðum erlendra aðila í innlendum innlánsstofnunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK