Lesendum Nyhedsavisen fjölgar

mbl.is/Brynjar Gauti

Danska fríblaðið Nyhedsavisener nú komið í þriðja sæti þegar lagt er mat á lesendafjölda blaða í Danmörku. Samkvæmt nýjustu mælingu Gallup lásu að jafnaði 401 þúsund Danir blaðið daglega í ágúst og komst Nyhedsavisen upp fyrir fríblaðið Urban sem hafði 400 þúsund lesendur.

Um 472 þúsund manns lásu fríblaðið 24timer að jafnaði og 462 þúsund lásu fríblaðið Metroxpress. Lesendatölurnar hafa lækkað umtalsvert frá síðustu mælingu sem birt var í júlí en fríblöðin fóru mörg í sumarfrí og komu ekki út í mánuð.

Tölur Gallup sýna einnig, að meirihluti lesenda Nyhedsavisen eru konur. Morten Nissen Nielsen segir við fréttavef Børsen að þetta sé afar mikilvægt fyrir auglýsendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK