Kaupsamningum í ágúst fjölgaði um 108% milli ára

Alls var 864 kaupsamningum um fasteignir þinglýst við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst. Heildarvelta nam 25,3 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 29,3 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 17,1 milljarði, viðskipti með eignir í sérbýli 6,2 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 2 milljörðum króna.

Þegar ágúst 2007 er borinn saman við júlí 2007 fækkar kaupsamningum um 13,5% og velta minnkar um 20,4%. Í júlí 2007 var þinglýst 999 kaupsamningum, velta var 31,8 milljarðar króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 27,8 milljónir króna.

Þegar ágúst 2007 er borinn saman við ágúst 2006 fjölgar kaupsamningum um 108,2% og velta eykst um 110,2%. Í ágúst 2006 var þinglýst 415 kaupsamningum, velta var 12,0 milljarðar króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 29,0 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka