Útflutningsráð Íslands og viðskiptaþróunarskrifstofa kínverska utanríkisráðuneytisins (TDB) undirrituðu í dag samstarfssamning til næstu þriggja ára, en Útflutningsráð og TDB gegna svipuðum hlutverkum í sínum heimalöndum.
Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að aðilar vinni að því að auka viðskipti milli landanna og komi á framfæri við viðskiptavini sína þeim tækifærum í viðskiptum og fjárfestingum sem bjóðast í hvoru landi fyrir sig.
Að mati Útflutningsráðs er þetta samkomulag mikilvægur hlekkur í þjónustu ráðsins við fyrirtæki sem áhuga hafa á viðskiptum við Kína.