Fá væntanlega 40 milljónir punda ef tilboði FL Group er tekið

mbl.is

Þrír helstu stjórn­end­ur Inspired Gaming Group plc. (INGG) fá vænt­an­lega greidd­ar 40 millj­ón­ir punda, 5,2 millj­arða króna ef yf­ir­taka FL Group á fyr­ir­tæk­inu verður að veru­leika. Þetta kem­ur fram í breska blaðinu Sunday Times í dag.

Á föstu­dag var staðfest að FL Group hefði gert óskuld­bind­andi til­boð um kaup á öll­um úti­stand­andi hlut­um í breska fé­lag­inu á geng­inu 385 pens á hlut. Inspired Gaming Group fram­leiðir m.a. hug­búnað fyr­ir spila­kassa.

For­stjóri INGG og aðstoðarfor­stjóri, Luke Al­varez og Norm­an Crowley, fengu í júní á síðasta ári kauprétt á 3,4 millj­ón­um bréfa í fé­lag­inu er það var sett á markað. Hið sama gild­ir um stjórn­ar­formann þess, Rus­sell Hoyle. Miðað við til­boð FL Group er markaðsvirði bréfa þeirra hvers fyr­ir sig um 13 millj­ón­ir punda. Sam­kvæmt Sunday Times. Þar kem­ur fram að FL Group eigi þegar 10% hlut í INGG.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK