Fá væntanlega 40 milljónir punda ef tilboði FL Group er tekið

mbl.is

Þrír helstu stjórnendur Inspired Gaming Group plc. (INGG) fá væntanlega greiddar 40 milljónir punda, 5,2 milljarða króna ef yfirtaka FL Group á fyrirtækinu verður að veruleika. Þetta kemur fram í breska blaðinu Sunday Times í dag.

Á föstudag var staðfest að FL Group hefði gert óskuldbindandi tilboð um kaup á öllum útistandandi hlutum í breska félaginu á genginu 385 pens á hlut. Inspired Gaming Group framleiðir m.a. hugbúnað fyrir spilakassa.

Forstjóri INGG og aðstoðarforstjóri, Luke Alvarez og Norman Crowley, fengu í júní á síðasta ári kauprétt á 3,4 milljónum bréfa í félaginu er það var sett á markað. Hið sama gildir um stjórnarformann þess, Russell Hoyle. Miðað við tilboð FL Group er markaðsvirði bréfa þeirra hvers fyrir sig um 13 milljónir punda. Samkvæmt Sunday Times. Þar kemur fram að FL Group eigi þegar 10% hlut í INGG.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK