Mikil verðlækkun í Kauphöll OMX á Íslandi

Brynjar Gauti

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,68% það sem af er degi og stendur vísitalan nú í 7.940,87 stigum. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll OMX á Íslandi hafa fjármálafyrirtækin lækkað mest, Exista hefur lækkað um 4,93%, Færeyjabankinn um 4,02% og Landsbankinn um 3,44%. Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,63% það sem af er degi og stendur gengisvísitalan nú í 121,4 stigum.

Annars staðar á Norðurlöndum hafa hlutabréf einnig lækkað í verði þó lækkunin sé minni þar. Í Kaupmannahöfn hefur vísitalan lækkað um 1,20%, í Ósló nemur lækkunin 0,89%, í Stokkhólmi 0,66% og í Helsinki 0,36%. OMX 40 Nordic vísitalan hefur lækkað um 0,57%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK