Forstjóraskipti hjá BYKO

Verslun BYKO við Hringbraut.
Verslun BYKO við Hringbraut. Mbl.is/ Ómar

Ásdís Halla Bragadóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri BYKO í lok september og við starfinu tekur Sigurður E. Ragnarsson. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins.

Gestur Hjaltason mun áfram veita sérvörusviði Norvíkur forstöðu en það heyrir beint undir stjórn Norvíkur. Til sérvörusviðs heyra ELKO, Intersport og Húsgagnahöllin.

Sigurður fæddist árið 1957 og lauk cand. oecon námi frá Háskóla Íslands árið 1982. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri byggingasviðs BYKO í allmörg ár og hefur starfað hjá fyrirtækinu allt frá því hann lauk námi og þar áður sem sumarstarfsmaður í Timbursölu, samtals í um 34 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka