Vandræði Northern Rock

Viðskiptavinir hafa staðið í biðröðum til að taka sparifé sitt …
Viðskiptavinir hafa staðið í biðröðum til að taka sparifé sitt út af reikningum sínum. Reuters

Felmtri slegn­ir viðskipta­vin­ir Nort­hern Bank á Bret­lands­eyj­um hafa tekið út nærri 260 millj­arða ís­lenskra króna út af reikn­ing­um sín­um eft­ir að frétt­ir af neyðarláni sem bank­inn tók hjá breska seðlabank­an­um.

Frétta­vef­ur BBC sagði að bank­inn sér­hæf­ir sig í hús­næðislán­um hafi skömmu fyr­ir neyðarlánið verið nærri því að ganga frá sölu á bank­an­um en erfiðleik­ar á lána­markaði hafi gert það að verk­um að sal­an hafi ekki gengið eft­ir.

260 millj­arðar munu vera um 8% af því reiðufé sem bank­inn hef­ur aðgang að.

Fram­kvæmda­stjóri bank­ans, Adam App­leg­ar­th neitaði að staðfesta upp­hæðina sem BBC hef­ur sagt að viðskipta­vin­irn­ir hafi tekið út und­an­farna daga, einnig neitaði hann að ræða það hvort yf­ir­töku­boð hafi verið til umræðu áður en bank­inn fékk neyðarlánið.

App­leg­ar­th sagði í viðtali við BBC að Nort­hern Rock ætti ein­ung­is við tíma­bundið greiðslu­getu­vanda­mál að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK