Lækkun á Wall Street

SHANNON STAPLETON

Hlutabréf lækkuðu í verði á Wall Street við opnun hlutabréfamarkaða. Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,23%, Nasdaq lækkaði um 0,29% og Standard & Poor's 500 lækkaði um 0,27%. Á morgun mun Seðlabanki Bandaríkjanna kynna stýrivaxtaákvörðun sína en stýrivextir bankans eru nú 5,25% og hafa verið óbreyttir frá miðju síðasta ári.

Vandræði á lánamarkaði og þær sviptingar sem hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarnar vikur ásamt slakri stöðu húsnæðismarkaðar í Bandaríkjunum og versnandi stöðu á vinnumarkaði gefa tilefni til vaxtalækkunar á þriðjudag. Meðalspá Reuters meðal greiningaraðila hljóðar upp á vaxtalækkun um 0,25 prósentustig á þriðjudag og munu vextir þá verða 5,0%, samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK