Úrskurður um brot Microsoft á samkeppnislögum staðfestur

Bill Gates, stofnandi Microsoft,
Bill Gates, stofnandi Microsoft, Reuters

Evr­ópu­dóm­stóll sam­keppn­is­mála staðfesti í morg­un þann úr­sk­urð fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins frá ár­inu 2004, að banda­ríski hug­búnaðarfram­leiðand­inn Microsoft hafi mis­notað markaðsráðandi stöðu sína á einka­tölvu­markaði í Evr­ópu. Staðfesti dóm­stóll­inn einnig, að Microsoft skuli greiða tæp­lega hálf­an millj­arð evra í sekt fyr­ir brot sitt.

Sam­kvæmt ákvörðun sam­keppn­iyf­ir­valda inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins frá því í mars 2004 var Microsoft sektað um 497 millj­ón­ir evra fyr­ir brot á sam­keppn­is­lög­um. Sam­kvæmt úr­sk­urðinum var Microsoft gert að að koma með á markað í Evr­ópu nýja út­gáfu af Windows, sem inni­héldi ekki Media Player-for­ritið fyr­ir hljóð- og mynd­skrár, og veita upp­lýs­ing­ar, sem gera öðrum fyr­ir­tækj­um kleift að fram­leiða vefþjóna, sem geta unnið með Windows.

Dóm­stóll­inn sagði að Microsoft hefði gerst sekt um að mis­beita yf­ir­burðastöðu sinni á markaði fyr­ir tölvu­hug­búnað til að ná fót­festu á markaði fyr­ir tölvu­netþjóna. Þá sagði dóm­stóll­inn, að sam­keppn­is­yf­ir­völd hefðu sýnt fram á, að keppi­naut­ar fyr­ir­tæk­is­ins hefðu skaðast.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK