Viðskiptaráð telur óhjákvæmilegt að taka afstöðu til Evrópumála

Frá afmælisfundi Viðskiptaráðs Íslands
Frá afmælisfundi Viðskiptaráðs Íslands mbl.is/Golli

Það er brýnt að auka stöðug­leika í efna­hags­líf­inu og í því óhjá­kvæmi­legt að taka af­stöðu til stöðu Íslands í Evr­ópu­mál­um og skoða hversu heppi­leg­ur gjald­miðill krón­an er þegar horft er til framtíðar. Þetta kom fram í máli Finns Odds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs Íslands, á 90 ára af­mæli ráðsins. Finn­ur kynnti í dag skýrslu sem hef­ur að geyma 90 af­mælistil­lög­ur Viðskiptaráðs að bættri sam­keppn­is­hæfni Íslands. .

Meðal atriða sem tek­in eru fyr­ir í skýrsl­unni eru skatta­mál en þau hafa löng­um verið Viðskiptaráði hug­leik­in, en ráðið hef­ur ávallt mælt fyr­ir lækk­un skatta og ein­földu og gagn­sæu skattaum­hverfi.

Reynsla síðustu ára sýn­ir að þau skref sem stig­in hafa verið til skatta­lækk­un­ar hafa verið til heilla en margt bend­ir til að þau séu ekki full­nýtt. Því er lagt til að komið verði á flötu skatt­kerfið sem fel­ur í sér lækk­un skatta og af­nám hliðarskatta, sam­kvæmt skýrslu Viðskiptaráðs.

Lagt er til að haldið verði áfram að greiða niður skuld­ir rík­is­sjóðs. Til að svo megi verða er nauðsyn­legt að halda vexti rík­is­út­gjalda í skefj­um þannig að heild­ar­út­gjöld hins op­in­bera sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu drag­ist sam­an. Til að koma á jafn­vægi í rík­is­fjár­mál­um er mik­il­vægt að stjórn­völd taki í rík­ara mæli þátt í jöfn­un hagsveiflna, að því er seg­ir í skýrsl­unni.

Auka á samn­ings­frelsi

„Þróun vinnu­markaðar og líf­eyr­is­mála hef­ur verið með ágæt­um að und­an­förnu. Það eru for­rétt­indi að búa við að helsta vanda­mál á vinnu­markaði sé skort­ur á starfs­fólki. Það eru líka for­rétt­indi að hér sé líf­eyr­is­sjóðakerfi með upp­safnaðar eign­ir sem nema 1.600 millj­örðum króna, vel rúm­lega lands­fram­leiðsla Íslands. Þetta meg­um við þakka sveigj­an­leg­um vinnu­markaði með ein­földu reglu­verki og vel upp­byggðu líf­eyr­is­sjóðakerfi. Á þess­um grunni er mik­il­vægt að byggja frek­ari fram­far­ir, svo sem aukið samn­ings­frelsi og frek­ari sam­ræm­ingu á rétt­ind­um og skyld­um á vinnu­markaði. "

Fyr­ir­tæki fái frelsi til að færa upp­gjör og skrá hluta­bréf í er­lendri mynt

„Frjáls­ræði hef­ur verið lyk­il­hug­tak í umbreyt­ingu ís­lensks viðskipta- og fjár­má­laum­hverf­is. Aukið frelsi á fjár­mála­mörkuðum hef­ur leyst úr læðingi krafta sem hafa ger­bylt ís­lensku sam­fé­lagi. Á skömm­um tíma hef­ur fjár­málaþjón­usta vaxið í það að vera ein af höfuðat­vinnu­grein­um þjóðar­inn­ar. Íslensk fyr­ir­tæki hafa sótt út fyr­ir land­stein­ana og nú er svo komið að hag­kerfið er orðið sam­tvinnað alþjóðamörkuðum. Nauðsyn­legt er að styðja við þessa þróun með enn meiri sveigj­an­leika, t.d. með auk­inni skil­virkni op­in­bera þjón­usu­stofn­ana og frelsi fyr­ir­tækja til að færa upp­gjör og skrá hluta­bréf í er­lendri mynt. Þannig skapa stjórn­völd hag­felld skil­yrði fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki og auka lík­ur á að er­lend fyr­ir­tæki sæki hingað í aukn­um mæli."

Auka á einkafram­kvæmd í mennta- og heil­brigðismál­um

„Ein af megin­á­hersl­um í starfi Viðskiptaráðs frá stofn­un hef­ur verið á mennta­mál, enda fátt til meiri hags­bóta fyr­ir viðskipta­líf en öfl­ugt, vel menntað starfs­fólk. Einkafram­kvæmd hef­ur nú þegar sannað gildi sitt í mennta­mál­um og því er lagt til að það fyr­ir­komu­lag verði nýtt í aukn­um mæli á öll­um skóla­stig­um, auk þess sem leggja verður meiri áherslu á upp­bygg­ingu alþjóðlegs náms í takti við þarf­ir at­vinnu­lífs­ins. Það sama á við um heil­brigðis­geir­ann, þar sem kraft­ar einkaaðila eru mjög vannýtt­ir. Hvort þjón­ust­an er fjár­mögnuð með skatt­fé eða einka­vædd að fullu er val, en mik­il­vægt er að skoðana­ágrein­ing­ur um hlut­verk hins op­in­bera komi ekki í veg fyr­ir þann ávinn­ing sem hlot­ist get­ur af einka­rekstri," að því er fram kom í er­indi Finns er hann kynnti til­lög­ur Viðskiptaráðs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK