Íslendingar kaupa fasteignir í Noregi

Frá Ósló, höfuðborg Noregs.
Frá Ósló, höfuðborg Noregs. mbl.is/Golli

Fast­eigna­fé­lagið City Center Properties, sem er að stærst­um hluta í ís­lenskri eigu, hef­ur keypt átta stór­ar fast­eign­ir í Nor­egi af norska fast­eigna­fé­lag­inu BSA Kontor­eiendom. Um er að ræða sex skrif­stofu­bygg­ing­ar og tvær bygg­ing­ar sem hýsa bæði skrif­stof­ur og vöru­geymsl­ur, alls 67 þúsund fer­metr­ar. Sjö bygg­ing­anna eru í Osló og ein í Ber­gen.

Í til­kynn­ingu seg­ir, að eign­ir City Center Properties séu metn­ar á, á ann­an tug millj­arða ís­lenskra króna og með kaup­un­um hafi fé­lagið skipað sér í hóp 20 stærstu fast­eigna­fyr­ir­tækja Nor­egs.

Fjög­ur fé­lög eiga hlut í fast­eigna­fé­lag­inu City Center Properties, þar af þrjú í eigu Íslend­inga: Ist­h­ar, fé­lag í eigu Ró­berts Melax sem á 40% eign­ar­hlut, Saga Capital Fjár­fest­ing­ar­banki sem á 20% og KEA sem á 10%. Að auki á norska fé­lagið Aur­is Hold­ings 30% eign­ar­hlut. Tveir bank­ar, Glitn­ir og Bn­bank í Osló fjár­mögnuðu viðskipt­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK