Stýrivextir lækkaðir um 0,5% í Bandaríkjunum

Verðbréfamiðlar höfðu í nægu að snúast í Kauphöllinni í New …
Verðbréfamiðlar höfðu í nægu að snúast í Kauphöllinni í New York eftir vaxtalækkunina AP

Stjórn Seðlabanka Banda­ríkj­anna hef­ur ákveðið að lækka stýri­vexti bank­ans um 0,50%, úr 5,25% í 4,75%. Er þetta held­ur meiri lækk­un en sér­fræðing­ar á fjár­mála­markaði gerðu ráð fyr­ir en sam­kvæmt meðal­spá Reu­ters meðal grein­ing­araðila var al­mennt gert ráð fyr­ir 0,25% lækk­un vaxta nú en vext­ir bank­ans hafa verið óbreytt­ir frá því um mitt síðasta ár.

Til­kynn­ing Seðlabanka Banda­ríkj­anna hafði mik­il áhrif á hluta­bréfa­verð á Wall Street því Dow Jo­nes vísi­tal­an hækkaði um rúm tvö hundruð stig strax eft­ir að til­kynnt hafði verið um lækk­un vaxta.

Rekja má vaxta­lækk­un­ina til þeirra vand­ræða sem hafa verið á lána­markaði og þær svipt­ing­ar sem hafa verið á fjár­mála­mörkuðum und­an­farn­ar vik­ur ásamt slakri stöðu hús­næðismarkaðar í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK