Fjárfestar sem búa yfir þolinmæli og spennuþolnum maga gætu haft góða uppskeru af lausafjárkreppunni í viðskiptalífinu til lengri tíma litið, því að ýmis góð kauptækifæri geta skapast í þessari stöðu, segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis.
Ingólfur sagði í morgun, að áhrif lausafjárkreppunnar erlendis hafi enn sem komið er haft lítil áhrif á Íslandi, en hún gæti orðið til þess að hægja á hagkerfinu til skemmri tíma og þannig fært það nær jafnvægi.
Efnahagsundrið Ísland var umræðuefni morgunverðarfundar Glitnis í morgun, þar sem m.a. var kynnt efnahagsspá bankans.