Krónan styrkist í kjölfar vaxtalækkana vestanhafs

mbl.is

Íslenska krónan styrktist um 2,07% í dag í líflegum viðskiptum miðað við undanfarna daga. Gengisvísitalakrónunnar var 120,85 í morgun en er nú 118,35. Samkvæmt upplýsingar frá gjaldeyrisborði Glitnis má rekja hækkunina til lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum í gær, hlutabréf hafa almennt hækkað í verði í dag bæði hérlendis sem erlendis og ríkir talsverð bjartsýni.

Gengi Bandaríkjadals er nú 63,15 krónur, gengi evru er 88,04 krónur og gengi breska pundsins 126,16 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK