„Skammarlegasta tímabil ævi minnar“

Fjöldi manns hlýddi á frásögn og varnaðarorð Nicks Leesons á hótel Nordica í morgun, er hann sagði frá "skammarlegasta tímabili ævi sinnar," eins og hann orðaði það, eða þegar hann fyrir þrettán árum átti stærstan þátt í því að Barings-bankinn breski fór á hausinn. Leeson var þá 25 ára verðbréfamiðlari bankans í Singapúr.

Fyrir þátt sinn í hneykslinu var Leeson dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Singapore. Hann er nú búsettur á Írlandi, með konu sinni og þrem börnum. Hann er framkvæmdastjóri knattspyrnuliðsins Galway United. Hann hefur haldið fyrirlestra á fjölmörgum ráðstefnum og öðrum samkomum.

Leeson sagði m.a. í morgun, að hann hafi á sínum tíma nýtt sér það hversu slök stjórnun Baringsbankans hafi verið, og margir yfirmenn bankans verið vanhæfir og haft lítið vit á því sem þeir höfðu á sinni könnu. Að því leyti hafi Barings í rauninni verið „yfirvofandi stórslys.“

Vefsíða Leesons

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka