Stofnandi Goldsmiths rekinn frá félaginu

Baugur hefur samkvæmt frétt breska blaðsins The Observer í gær rekið Jurek Piasecki, forstjóra og stofnanda skartgripakeðjunnar Goldsmiths. Talsmenn fyrirtækisins segja hann hins vegar vera í fríi. Piasecki á 15% hlut í fyrirtækinu en frá árinu 2004 hefur Baugur haft þar yfirráð. Samkvæmt fréttinni hefur rannsóknarfyrirtækið Kroll verið ráðið til að skoða bókhald Goldsmiths. Haft er eftir ónafngreindum félögum Piaseckis að Baugur hafi ekki komið hreint fram við hann og viljað skipta honum út fyrir annan stjórnanda, sem talinn er vera Justin Stead. Talsmaður Baugs neitar að tjá sig við blaðið, að öðru leyti en því að rekstur Goldsmiths gangi vel og miklar vonir séu bundnar við góða jólaverslun framundan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK