Pantanir á varanlegum neysluvörum í Bandaríkjunum, svo sem flugvélum, bílum og fjarskiptabúnaði, drógust saman um 4,9% í ágúst og þarf að leita sjö mánuði aftur í tímann til finna meiri samdrátt á milli mánaða. Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum Kaupþings.
Þrátt fyrir að þetta hafi verið meiri lækkun en búist var við hækkuðu hlutabréf á Wall Street þegar viðskipti hófust þar í dag vegna væntinga um að Seðlabankinn bandaríski lækki vexti frekar til að örva efnahagslífið.