Segja yfirtökuviðræður standa yfir

Merki Northern Rock
Merki Northern Rock Reuters

Stjórnendur breska bankans Northern Rock segja að yfirtökuviðræður standi yfir við nokkra aðila án þess að nafngreina þá. Bankinn ætlar ekki að greiða út arð líkt og áætlað var en til stóð að greiða 59 milljónir punda sem Northern Rock hafði skuldbundið sig til að greiða helstu stjórnendum og hluthöfum bankans, þann 26. október. Enda þykir víst að slíkt hefði valdið mikilli reiði meðal almennings vegna þeirra fjárhagserfiðleika sem bankinn á í.

Verð á hlutabréfum Northern Rock hefur lækkað hressilega að undanförnu en markaðsvirði bankans hefur minnkað um 73% undanfarnar vikur vegna lækkunar á gengi hlutabréfa bankans í Kauphöllinni í Lundúnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK