Olíuverð náði 83 dölum

Verð á hráolíu fór í fyrsta skipti í 83 dali í viðskiptum í New York en lækkaði síðan lítillega aftur og var 82,92 dalir tunnan fyrir skömmu. Hafði verðið þá hækkað um 2,62 dali frá í gær. Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu einnig og fór í 80,08 dali. Er það í fyrsta skipti sem verðið þar fer yfir 80 dali.

Aðalástæðan fyrir verðhækkuninni í dag er óveður á Mexíkóflóa sem kann að fara yfir olíumannvirki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK