Verð á hráolíu fór í fyrsta skipti í 83 dali í viðskiptum í New York en lækkaði síðan lítillega aftur og var 82,92 dalir tunnan fyrir skömmu. Hafði verðið þá hækkað um 2,62 dali frá í gær. Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu einnig og fór í 80,08 dali. Er það í fyrsta skipti sem verðið þar fer yfir 80 dali.
Aðalástæðan fyrir verðhækkuninni í dag er óveður á Mexíkóflóa sem kann að fara yfir olíumannvirki.