Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 344,7 stig í ágúst 2007 og hækkaði um 0,8% frá fyrra mánuði, samkvæmt því sem fram kemur í Markaðsfréttum Fasteignamats ríkisins. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 2,7% en síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 9,7%. Hækkun síðastliðna 12 mánuði er hins vegar 10,8%. Þá var vísitalan 100 stig í janúar árið 1994.