Björgólfur Thor selur um helmingshlut í EIBank

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Ásdís
Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is
Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og hin búlgarska Tzvetelina Borislavova hafa saman selt 75% hlut í búlgarska bankanum Economic and Investment Bank (EIBank) til belgíska bankans KBC.

Kaupverðið er um 295 milljónir evra og er söluandvirði hlutar Novator um 195 milljónir evra en félagið átti um 48% hlut í bankanum. Upphafleg fjárfesting Novator í EIBank var um 60 milljónir evra og er hagnaður félagsins af sölunni því um 135 milljónir evra, sem jafngildir um 11,9 milljörðum króna.

Vaxið hratt og dafnað vel

Í fréttatilkynningu frá EIBank og KBC kemur fram að Borislavova muni halda í sinni eigu 22,3% hlut í bankanum og starfa í félagi við belgíska bankann að bankastarfsemi í Búlgaríu en hún hefur verið stjórnarformaður EIBank. Þau 2,7% hlutafjár sem eru í eigu annarra hluthafa mun KBC gera formlegt tilboð í en EIBank hefur verið skráður í kauphöllina í Sofíu.

Í fréttatilkynningunni er haft eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni að síðan Novator fjárfesti í EIBank árið 2005 hafi hann vaxið hratt og dafnað vel undir forystu Borislavovu. Í dag sé bankinn eitt öflugasta og skilvirkasta fyrirtæki Búlgaríu. Nú sé hins vegar kominn tími til að stór evrópskur banki leiði EIBank til frekari vegs og virðingar og KBC sé rétti bankinn til þess.

Eignir aukist um 46%

Greint var frá því snemma í september árið 2005 í Morgunblaðinu að Novator hefði eignast 34% hlut í EIBank og stefnt væri að því að bæta við hlutinn. Þá var bankinn sá áttundi stærsti í Búlgaríu, eignir hans væru um 511 milljónir evra – jafngildi um 45 milljarða króna – og starfsmenn um 1.000 talsins.

Í fréttatilkynningu EIBank og KBC segir að heildareignir bankans séu nú um 747 milljónir evra og hafa þær því vaxið um 46% á tímabilinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK