Deutsche Bank afskrifar 2,2 milljarða evra

Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank
Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank KAI PFAFFENBACH

Deutsche Bank, stærsti banki Þýskalands, hefur ákveðið að afskrifa 2,2 milljarða evra, 193 milljarða króna, í tengslum við þá erfiðleika sem hafa verið á bandarískum fasteignalánamarkaði. Þrátt fyrir afskriftir verði bankinn rekinn með hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem bankinn sendi frá sér í dag.

Samkvæmt tilkynningu frá Deutsche Bank er áætlað að hagnaður bankans nemi 1,4 milljörðum evra á þriðja ársfjórðungi.

Forstjóri Deutsche Bank, Josef Ackermann, segir að þrátt fyrir að síðasti ársfjórðungur hafi verið bankanum erfiður í skauti þá sé framtíðin björt. Bankinn sjái fjölmörg tækifæri í fjárfestingabankastarfsemi á næstu misserum. Hlutabréf bankans hækkuðu um 2,4% eftir að afkomuviðvörunin var gefin út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK