Hlutabréfavísitölur hækkuðu í Bandaríkjunum í dag. Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,04% og er lokagildi hennar 13.974,31 stig. Nasdaq hækkaði um 0,15% og er lokagildi hennar 2.733,57 stig og Standard & Poor's vísitalan hækkaði um 0,21%. Lokagildi hennar er 1.542,84 stig. Hlutabréf deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar hækkuðu um 2,81% og er lokagildi þeirra 3,46 dalur á hlut.