Mörg hundruð íslendingar í heimsókn til Kína

350 manns flugu til Kína til að vera viðstaddir opnun …
350 manns flugu til Kína til að vera viðstaddir opnun frysti- og kæligeymslu. mbl.is
Björn Jóhann Björnsson skrifar frá Kína

Íslendingarnir fengu höfðinglegar móttökur á flugvellinum í Qingdao, þar sem fulltrúar borgarinnar tóku á móti stjórnendum Eimskips og fulltrúum Faxaflóahafna, sem komið hafa að samstarfi við hafnaryfirvöld í Qingdao.

Frá flugvellinum að hótelinu fengu Íslendingar sérstaka lögreglufylgd þar sem mikill viðbúnaður var viðhafður á götum borgarinnar. Talið er að um 1.300 manns hafi með einum eða öðrum hætti komið að móttöku á íslensku sendinefndinni, sem í allt telur hátt í 350 manns.

Viðbúnaðurinn skýrist m.a. af því að Eimskipshópurinn er í Qingdao á vegum borgaryfirvalda, og von er á forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, til að vera viðstaddur opnunina á laugardag, auk þess sem hann mun vera viðstaddur viðskiptaþing sem fer fram á morgun, föstudag, með þátttöku Qingdao-borgar, Útflutningsráðs, Eimskips og fleiri íslenskra fyrirtækja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK