Samþykkja yfirtöku á Alcan

Höfuðstöðvar Alcan í Montreal.
Höfuðstöðvar Alcan í Montreal. Reuters

Hluthafar í námafyrirtækinu Rio Tinto Group hafa lagt blessun sína yfir kaup Rio Tinto á álfyrirtækinu Alcan, sem meðal annars á álverið í Straumsvík. Hljóðar kauptilboð Rio Tinto upp á um 101 Bandaríkjadal á hlut, eða samtals 38 milljarða Bandaríkjadala, um 2.330 milljarða íslenskra króna.

Á tveimur hluthafafundum í London og í Melbourne greiddu handhafar um 700 milljón hluta atkvæði með yfirtökunni en handhafar 20 milljón hluta voru á móti, að því er kemur fram í tilkynningu frá Rio Tinto.

Gangi kaupin eftir verður um að ræða stærstu yfirtöku sögunnar í náma- og málmiðnaðargeiranum.

Tveir þriðju hluthafa í Alcan þurfa einnig að samþykkja kauptilboðið, en frestur til samþykkis hefur verið framlengdur til 23. október næstkomandi.

Til að yfirtakan nái fram að ganga þurfa eftirlitsaðilar í fjölda landa að gefa samþykki sitt, en þegar hefur fengist samþykki frá samkeppnisyfirvöldum í Bandaríkjunum og Kanada. Hins vegar á eftir að fá samþykki frá yfirvöldum í Frakklandi, Evrópusambandinu og Ástralíu auk varnarmálaráðuneytisins bandaríska.

Hið sameinaða fyrirtæki, sem bera mun nafnið Rio Tinto Alcan, mun verða með höfuðstöðvar í Montreal og verða stýrt af núverandi forstjóra Alcan, Dick Evans. Er gert ráð fyrir því að velta fyrirtækisins muni nema um 46 milljörðum Bandaríkjadala.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK