Samþykkt að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Sverrir

Á fundi stjórn­ar Reykja­vík Energy In­vest sem hald­inn var fyrr í dag var ákveðið að end­ur­skoða sölu á hluta­bréf­um í REI til starfs­manna REI og Orku­veit­unn­ar þannig að öll­um starfs­mönn­um standi sama til boða. Sama magn hluta­bréfa á sömu kjör­um, eða allt að 300 þúsund krón­ur að nafn­verði á geng­inu 1,28. Fram kem­ur í til­kynn­ingu að til­lag­an hafi verið samþykkt af öll­um stjórn­ar­mönn­um.

Þar seg­ir jafn­framt að við ákvörðun starfs­kjara lyk­il­starfs­fólks beri ávallt að horfa til hags­muna fyr­ir­tæk­is­ins til lengri tíma. Með því að hafa hluta starfs­kjara þannig að hags­mun­ir eig­enda og starfs­manna fari sam­an.

Stjórn­inni beri að horfa til hags­muna fyr­ir­tæk­is­ins og eig­enda þess. Ljóst sé að umræða und­an­far­inna daga hafi ekki já­kvæð áhrif á REI og það góða starf sem þar sé unnið. Þar hafi meg­inþungi umræðunn­ar beinst að af­mörkuðum þætti sem sé sala á hluta­bréf­um til starfs­manna. Viðkom­andi starfs­menn séu sam­mála því að það séu hags­mun­ir þeirra og fyr­ir­tæk­is­ins að friður ríki um starf­semi þess og sýna því niður­stöðunni full­an skiln­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK