Yfir Lehman í Asíu

Sigurbjörn Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Sigurbjörn Þorkelsson hefur verið ráðinn yfirmaður hlutabréfaviðskipta fjárfestingarbankans Lehman Brothers á Asíumarkaði. Talsmaður bankans segir á vef bankans að þekking Sigurbjarnar af afleiðuviðskiptum verði ómissandi við uppbyggingu bankans í Asíu.

Sigurbjörn hóf fyrst störf hjá Lehman Brothers árið 1992 og starfaði þá við afleiðuviðskipti. Árið 1994 flutti hann sig um fjögurra ára skeið til kanadíska bankans Canadian Imperial Bank of Commerce (CIBC) en sneri síðan aftur til Lehman Brothers. Þá stýrði hann hlutabréfaafleiðusviði og var árið 2001 valinn einn af framkvæmdastjórum bankans. Hann hefur verið yfirmaður afleiðuviðskipta, bæði í Bandaríkjunum og nú síðast í Evrópu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK