26 ára kona er auðugasti Kínverjinn skv. Forbes

Mikil uppbygging á sér nú stað í Kína og er …
Mikil uppbygging á sér nú stað í Kína og er eftirspurnin eftir húsnæði gríðarleg. AP

Tuttugu og sex ára gömul kona, sem starfar sem byggingarverkataki, er ríkasti Kínverjinn að því er fram kemur á lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Verðmæti hennar eru talin nema um 16 milljörðum dala.

Auk þess að vera ríkust í Kína þá er Yang Huiyan ríkasta kona Asíu, að því er Forbes segir.

Allir 40 sem eru á lista Forbes í ár yfir ríkustu Kínverjana eru milljarðamæringar. Í fyrra voru þeir aðeins 15. Forbes segir að skýra megi þetta með þeirri sprengingu sem hefur orðið á hlutabréfa- og fasteignamarkaði landsins.

Samanlagt verðmæti þeirra er um 120 milljarðar dala, sem er ríflega þrefalt meira en sameiginlegt verðmæti þeirra ríkustu frá síðasta ári.

Yang er ein af nokkrum byggingaverktökum sem komast á listann yfir 20 ríkustu einstaklingana í Kína. Þetta er sagt endurspegla þá miklu eftirspurn sem er eftir húsnæði og tækifærum til þess að fjárfesta í fasteignum í Kína að sögn Forbes.

„Tekjur heimilanna eru að aukast hratt, og fjöldi manns eru farin að flytja til borganna úr sveitinni,“ segir Russell Flannery, sem sá um að taka saman listann yfir ríkustu Kínverjana.

„Þetta skapar frábær viðskiptatækifæri fyrir byggingaverktaka í landinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK