Kaupþing meðal þeirra sem eru til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Svíþjóðar

mbl.is

Átta stór fjármálafyrirtæki sem starfa í Svíþjóð verða skoðuð af fjármálaeftirliti Svíþjóðar í kjölfar hneykslismáls sem hefur komið upp varðandi sænska fjárfestingabankann Carnegie. Meðal þeirra banka sem skoðaðir verða er Kaupþing banki. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Í viðtali við WSJ segir talsmaður sænska fjármálaeftirlitsins, Helena Östman, að fyrirtæki sem eru með svipaða starfsemi og Carnegie verði grandskoðuð en fyrirtækin sem um ræðir eru: HQ Bank AB, Kaupþing, Nordea Bank, Erik Penser Fondkommission, Skandinaviska Enskilda Banken, Swedbank, Öhman og Svenska Handelsbanken.

Carnegie á í miklum erfiðleikum um þessar mundir vegna upplýsinga um að starfsmenn bankans hafi hagrætt tölum í bókhaldi hans og þannig látið líta út fyrir að hagnaður á tímabilinu frá 2005-2007 væri mun meiri en raunin var. Hefur sænska fjármálaeftirlitið þegar sektað bankann um hálfan milljarð íslenskra króna og forstjóri bankans og fleiri yfirmenn hafa orðið að segja af sér. OMX kauphallarfyrirtækið hefur einnig boðað að Carnegie verði sektað fyrir brot á kauphallarreglum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK