Seðlabankastjóri Evrópu: Best að Ísland gengi í ESB

Jean Claude Trichet, Seðlabankastjóri Evrópu
Jean Claude Trichet, Seðlabankastjóri Evrópu Reuters

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, sagðist í dag ekki sjá það fyrir sér, að EFTA-ríkin, sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, taki upp evruna. „Þátttaka í því starfi án þess að eiga aðild að Evrópusambandinu, er algerlega útilokuð," sagði Trichet á opnum fundi þegar íslenskur embættismaður spurði hvort hann sæi möguleika á að Ísland tæki upp nánari tengsl við evrusvæðið.

„Varðandi Ísland, þá segi ég: Gangið í Evrópusambandið, ég held að það væri best," bætti Trichet við, að sögn AP fréttastofunnar.

Svartfjallaland, sem fékk sjálfstæði á síðasta ári, hefur tekið einhliða upp evru og sömuleiðis er evra notuð sem gjaldmiðill í Kosovo, sem nú er sjálfsstjórnarhérað undir yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna og hefur hótað að lýsa yfir sjálfstæði.

AP hefur eftir Ameliu Torres, talsmanni Evrópusambandsins, að ESB sé andvígt því að ríki taki einhliða upp evru með þessum hætti. Slíkt eigi aðeins að gerast eftir aðild að Evrópusambandinu.

„Skilyrðin fyrir upptöku evru eru skýr," sagði Torres við blaðamenn. „Frumskilyrðið er að vera aðili að Evrópusambandinu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK