Rannsókn á hugsanlegum innherjasvikum hjá OMX

Höfuðstöðvar OMX í Stokkhólmi.
Höfuðstöðvar OMX í Stokkhólmi. Reuters

Saksóknaraembættið í Stokkhólmi tilkynnti í dag, að hafin væri rannsókn á hugsanlegum innherjasvikum í tengslum við viðskipti með bréf sænska kauphallarfyrirtækisins OMX í tengslum við yfirtöku bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq og Borse Dubai á félaginu.

Fréttastofan TT hefur eftir Robert Engstedt, saksóknara, að mikil viðskipti hefðu verið með bréf OMX dagana 18 og 19. september og einnig hefðu verið miklar sveiflur á gengi bréfanna. Gengi bréfa OMX hækkaði umtalsvert 18. september en lækkaði síðan um 7% daginn eftir. Viðskipti með bréfin voru stöðvuð síðdegis og morguninn eftir var tilkynnt, að Nasadq og Borse Dubai hefðu náð samkomulagi um yfirtökuna en fram að því höfðu félögin verið keppinautar.

Engstedt vildi ekki upplýsa hvort rannsóknin beinist að einstaklingum en ítrekaði að verið sé að skoða viðskipti dagana 18. og 19. september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka