Stendur í stórræðum í Stokkhólmi

Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki opnar starfsstöð í Svíaríki á næstunni og undirbýr nú þá opnun. Samkvæmt frétt sænska viðskiptablaðsins Dagens Industri hefur bankinn farið mikinn í mannaráðningum, ryksugar markaðinn eins og það er orðað, og hefur blaðið eftir Fredrik Sjöstrand, æðsta manni starfseminnar í Svíþjóð, að framundan séu kaup á öðrum fjárfestingarbönkum. Í heilu lagi eða að hluta til.

Reyndar er það í takt við þá framtíðarsýn sem William Fall, forstjóri Straums, kynnti fyrir íslenskum blaðamönnum 10. september sl. en þá hafði Fall einmitt orð á því að til þess að ná markmiðum bankans um að verða fremstur í flokki fjárfestingarbanka árið 2010 væri ytri vöxtur nauðsynlegur. Aðspurður segir Sjöstrand að verið sé að skoða nokkra banka með kaup í huga en bætir við að einnig komi til greina að kaupa starfsfólk í kippum frá keppinautum. Hann gefur þó ekki upp hvaða banka er verið að skoða en telur ólíklegt að gengið verði frá einhverjum samningum fyrir áramót.

„Eiginfjárhlutfall Straums er allt of hátt. Bankinn þarf að ávaxta eigið fé sitt betur," segir Sjöstrand, sem var ráðinn til Straums í mars á þessu ári frá Handelsbanken í Stokkhólmi.

Sækja í áhættu

Höfuðstöðvar Straums í Stokkhólmi verða á Jakobsbergsgatan, sem er í hjarta fjármálahverfis borgarinnar og skammt frá höfuðstöðvum Kaupþings við Stureplan.

„Viðskiptabankarnir hræðast áhættu og hefðbundnu viðskiptabankarnir hafa ekki mjög mikið fjármagn. Við hræðumst ekki áhættu og höfum nóg fjármagn. Aðalatriðið er að geta unnið eftir íslenska módelinu, þ.e. að taka þátt í verkefnum og taka áhættu með viðskiptavinum okkar," segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK