OK2 ehf., eignarhaldsfélag í eigu Frosta Bergssonar, hefur keypt Opin kerfi ehf. af Opin Kerfi Group hf. Frosti var einn af stofnendum Opinna kerfa árið 1984 sem þá hét HP á Íslandi og var rekið sem dótturfélag Hewlett-Packard frá Danmörku. Nafni félagsins var breytt í Opin kerfi árið 1995 þegar HP seldi öll sín hlutabréf og árið 1997 var félagið skráð í Kauphöll Íslands.
Árið 2004 keypti Kögun öll hlutabréf í félaginu af Frosta Bergssyni og öðrum hluthöfum. Nú eftir kaupin er félagið 100% í eigu Frosta Bergssonar.
Framkvæmdastjórn félagsins er óbreytt en hana skipa: Þorsteinn Gunnarsson forstjóri, Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri ráðgjafar- og þjónustusviðs, Halldóra Matthíasdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs og Sverrir Jónsson framkvæmdastjóri heildsölu. Fjármálastjóri er Jón Óskar Þórhallsson.