Hagnaður SPRON fyrir skatta 12,2 milljarðar fyrstu 8 mánuði ársins

Útibú SPRON í Borgartúni
Útibú SPRON í Borgartúni

Hagnaður SPRON fyrir skatta fyrstu átta mánuði ársins nam 12,2 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá SPRON. Í tengslum við fyrirhugaða skráningu SPRON í Kauphöll OMX á Íslandi þann 23. október eru birtar helstu niðurstöður uppgjörs fyrir fyrstu 8 mánuði ársins. Uppgjörið er óendurskoðað.

Innlán námu 68,7 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins og útlánin námu 142,1 milljarði króna. Heildareignir SPRON í lok ágúst voru 211,8 milljarðar króna.

Í tilkynningu til Kauphallar OMX kemur fram að horfur eru á að niðurstöður 9 mánaða uppgjörs verði heldur lakari en á miðju ári. Söluhagnaður SPRON af sölu á hlutafé í Icebank nema 3,3 milljörðum króna sem verður færður til bókar á fjórða ársfjórðungi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK