Formaður LÍÚ segir auðlindagjaldið vera landsbyggðarskatt

Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ.
Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ. mbl.is/Ásdís

Björgólf­ur Jó­hanns­son, formaður Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna, sagði á aðal­fundi LÍÚ að svo­nefnt auðlinda­gjald á sjáv­ar­út­veg væri sér­stak­ur lands­byggðarskatt­ur sem dragi mátt­inn úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um og lands­byggðinni í sam­keppni við ann­an at­vinnu­rekst­ur.

Björgólf­ur sagði, að auðlinda­gjaldið hefði af fræðimönn­um verið rök­stutt sem gjald á um­fram­hagnað í sjáv­ar­út­vegi, þ.e. hagnað um­fram það sem ger­ist í öðrum at­vinnu­grein­um.

„En hvar er þessi um­fram­hagnaður? Við sem störf­um í grein­inni höf­um að minnsta kosti ekki orðið vör við hann. Það sem við sjá­um er sér­stak­ur lands­byggðarskatt­ur sem dreg­ur mátt­inn úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um og lands­byggðinni í sam­keppni við ann­an at­vinnu­rekst­ur. Til hvers? Hvaða rök eru fyr­ir því að skatt­leggja þann litla hagnað sem er í grein­inni um tugi pró­senta um­fram skatt­lagn­ingu hagnaðar í öðrum at­vinnu­grein­um? Spyr sá sem hvorki veit né skil­ur. Það er kald­hæðnis­legt að nú þegar minnk­un afla­marks í þorski ligg­ur fyr­ir skuli veiðigjaldið á út­gerðina hækka um 73% þrátt fyr­ir niður­fell­ingu veiðigjalds á þorsk," sagði Björgólf­ur.

Hann sagði, að það væri skylda LÍÚ að berj­ast gegn allri mis­mun­un inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins og gagn­vart öðrum at­vinnu­grein­um. „Ég heiti á sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að ganga til liðs við okk­ur í allri bar­áttu gegn órétti. Hann myndi sóma sér vel sem merk­is­beri jafn­ræðis í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi," bætti Björgólf­ur við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK