Umhugsunarefni hvort grundvöllur hagstjórnar sé réttur

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson. mbl.is/ÞÖK

Ein­ar K. Guðfinns­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sagði á aðal­fundi LÍÚ í dag, að Íslend­ing­ar glími nú við verðbólgu, sem stafi einkan­lega af hækk­un hús­næðis­verðs og komi því beint í bak út­flutn­ings­grein­anna, veik­ir stöðu þeirra og stuðli m.a. að því að störf­um hafi fækkað á því sviði.

„Þetta er að mínu mati mjög mikið um­hugs­un­ar­efni og við hljót­um að velta því al­var­lega fyr­ir okk­ur hvort þeir mæli­kv­arðar sem lagðir eru til grund­vall­ar okk­ar hag­stjórn séu að öllu leyti rétt­ir. At­hygl­is­vert er líka að skoða þær for­send­ur sem Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa sett fram um þróun ým­issa hag­stærða hér inn­an­lands og ekki verður bet­ur séð en að stang­ist mjög á við þær for­send­ur sem unnið er eft­ir á öðrum sviðum," sagði Ein­ar.

Hann fjallaði einnig um af­leiðing­ar afla­sam­drátt­ar­ins og sagði að þær hefðu aðeins að sumu leyti komið fram. „Mér er það ljóst að sjáv­ar­út­veg­ur­inn fer nú skjót­ar í ýms­ar hagræðing­araðgerðir en ella hefði verið. Sumt af því sem menn hafa gert og munu gera hefði ör­ugg­lega komið til fram­kvæmda fyrr en síðar. Ein­fald­lega vegna þess að rekstr­ar­leg rök hníga að því. Minni tekj­ur nú gera það hins veg­ar að verk­um að gengið er hraðar til verks. Það er því ljóst að framund­an er enn meiri hagræðing inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins sem get­ur orðið sárs­auka­full en mun líka gera það að verk­um að grein­in verður öfl­ugri þegar fram í sæk­ir," sagði sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

Ræða sjáv­ar­út­vegs­ráðherra

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK