Fjármálaráðherra sáttur við ákvörðun Kaupþings

Árni M. Mathiesen.
Árni M. Mathiesen.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að ákvörðun Kaupþings um að gera evru að starfrækslugjaldmiðli bankans, sé í samræmi við gildandi lög og hann sjái ekkert athugavert eða neikvætt við að Kaupþing hafi tekið þessa ákvörðun nú.

„Við höfum gert ráð fyrir því að þessi staða gæti komið upp og að fyrirtæki þyrftu að geta brugðist við á þennan hátt," segir Árni. Í síðasta mánuði var ákveðið að fresta skráningu hlutabréfa Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. í evrum í kjölfar athugasemda sem Seðlabanki Íslands setti fram í bréfi sem bankinn sendi Verðbréfaskráningu Íslands. Undirbúningur að skráningunni hafði staðið yfir undanfarna mánuði og voru fyrstu viðskipti með hluti í evrum fyrirhuguð 20. september. Að sögn Árna var um annan hlut að ræða í því samhengi þar sem það snérist miklu fremur um tæknilega útfærslu á uppgjörskerfi fyrir hlutabréfaviðskipti í evrum.

Árni segir að ekki sé ósennilegt að fleiri fjármálafyrirtæki eigi eftir að fylgja á eftir Kaupþingi með að breyta um starfrækslumiðil ef viðskipti þeirra eru þess eðlis að önnur mynt en krónan sé þeirra helsti gjaldmiðill. „Löggjafinn gerir ráð fyrir þessum möguleika og ef viðskiptin eru á þennan hátt þá á það ekki að hafa nein áhrif á gjaldeyrismarkaðina því uppgjörið á að endurspegla viðskiptin. Markaðurinn er auðvitað að endurspegla viðskiptin þannig að það eiga ekki að verða neinar sérstakar fjármagnstilfærslur vegna þessa," segir Árni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK