Óþekkt fjárfesting meðal skýringanna

Afkoma Exista, sem kunngjörð var í fyrradag, var langt yfir öllum spám greiningardeilda bankanna sem gerðu ráð fyrir 9,7-11,2 milljarða króna tapi á rekstri félagsins á þriðja fjórðungi. Þess í stað hagnaðist félagið um 676 milljónir króna.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær skýrist þessi mikla spáskekkja að stórum hluta af því að félagið uppfærði virði á óskráðum eignum um 65 milljónir evra, jafngildi um 5,6 milljarða króna. Á kynningarfundi félagsins í gærmorgun kom fram að um er að ræða fjárfestingu sem Exista réðst í í A-Evrópu fyrir um 18 mánuðum, í félagi við alþjóðlega fjárfestingarbankann Lehman Brothers. Ekki voru gefnar frekari skýringar á þessu en „vegna samkeppnisástæðna". Í Morgunkorni Glitnis segir að athyglisvert sé að frekari upplýsingar séu ekki veitta um áhrifamesta liðinn í uppgjörinu.

En fjárfestingin skýrir aðeins um helminginn af spáskekkjunni. Eins og fram kemur í fréttabréfum greiningardeilda bankanna vanmátu þær einnig afkomu Exista af veltubókarviðskiptum, en félagið tapaði mun lægri fjárhæð af þeim en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Í þriðja lagi skýrist spáskekkjan af því að Exista leiðrétti hlutdeild sína í afkomu Kaupþings og Sampo frá fyrri ársfjórðungi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK